Harður árekstur á Skeiðavegi

Einn er alvarlega slasaður eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Skeiðavegi um klukkan hálftíu í morgun. Fimm voru fluttir á sjúkrahús til Reykjavíkur.

Fólksbílnum var ekið út á Skeiðaveg, til móts við Blesastaði, í veg fyrir jeppann sem var á leið upp Skeiðin.

Hinir slösuðu voru allir í fólksbílnum, sem hafnaði utanvegar en jeppinn valt við áreksturinn. Tveir voru í jeppanum og sluppu þeir án meiðsla.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.