Harður árekstur á Eyravegi

Harður árekstur varð á Eyravegi á Selfossi á ellefta tímanum í morgun þar sem rákust saman jepplingur og lítil sendibifreið, sem hafnaði á hliðinn við áreksturinn.

Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum og þurftu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að beita klippum til þess að ná ökumönnum beggja bílanna út á öruggan hátt.

Einn var í hvorum bíl og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari aðhlynningar og skoðunar.

Fyrri greinUnnið að stækkun íþróttahússins í Þorlákshöfn
Næsta greinSpiluðu tvo landsleiki gegn Sviss