Harður árekstur á Eyrarbakkavegi

Ekki urðu slys á fólki í hörðum árekstri á Eyrarbakkavegi, við afleggjarann að gámasvæði Árborgar, um kl. 14 í dag.

Litlum jeppa með kerru var þá ekið út á Eyrarbakkaveg, frá gámasvæðinu, inn í hliðina á jeppa með hestakerru í eftirdragi sem ók suður Eyrarbakkaveg.

Tvennt var í hvorum bíl og sluppu allir án meiðsla. Litli jeppinn er mjög mikið skemmdur og verður fjarlægður af vettvangi með kranabíl en stærri jeppinn var ökufær.