Harðfiskurinn bestur

Bóndadagurinn er í dag og þorrinn genginn í garð. Af því tilefni var þorrablót á leikskólanum Jötunheimum á Selfossi í dag.

Krakkarnir tóku hraustlega til matar síns og var ýmislegt góðgæti á boðstólunum, þó að það hafi runnið misvel niður. Allir voru sammála um að harðfiskurinn væri bestur en hákarlinn var ekki allra.