Hannes Kristmundsson látinn

Hannes Kristmundsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, lést á jóladag 67 ára gamall. Banamein hans var krabbamein.

Hannes barðist m.a. fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og stóð fyrir uppsetningu krossanna við Kögunarhól til minningar um þá, sem látist hafa í umferðinni á Suðurlandsveginum.

Eftirlifandi kona hans er Sigurbjörg Gísladóttir. Synir þeirra eru þrír, Gísli Jón sem er látin, Kristmundur Stefán og Sigurður Elí. Hannes og Sigurbjörg eiga fimm barnabörn.