Hannes fékk hæsta styrkinn

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Flóahrepps var samþykkt úthlutun menningarstyrks Flóahrepps árið 2013. Til úthlutunar var ein milljón króna.

Hannes Lárusson fékk hæsta styrkinn, 500.000 kr. vegna sýningar um torfbyggingar í Austur-Meðalholti.

Sóknarnefnd Villingaholtskirkju fékk 350.000 kr. vegna vinnu við að koma kirkjunni í upprunalegt horf og Svanhvít Hermannsdóttir á Lambastöðum 150.000 kr. til gerðar veggspjalda um Flóaáveituna.

Fyrri greinMótmæla fækkun bæjarfulltrúa
Næsta greinStofna vinnuhóp vegna Krakkaborgar