Hannaði kerti til styrktar eiginmanninum

Björk Steindórsdóttir á Selfossi hefur hannað kerti til styrktar eiginmanni sínum, Grími Hergeirssyni, en Grímur greindist með hálskirtlakrabbamein vorið 2007.

Kertið er einnig hugsað fyrir þá sem hafa stutt fjölskylduna eða vilja styðja við bakið á þeim í baráttunni en ekki hafa enn fengið tækifæri til þess.
Vorið 2007 greindist Grímur með hálskirtlakrabbamein og gekkst undir skurðaðgerð og geislameðferð. Nú í sumar kom svo í ljós að meinið hafði dreift sér í lungun og brjóstholið. Við tóku lyfjameðferðir sem stóðu yfir allt þar til nú í nóvember þegar hluti lungans var fjarlægður. Framundan er endurhæfing og uppbygging líkama og sálar. Leiðin er ófyrirséð en vörðurnar hans Gríms eru fjölskyldan, börnin fjögur og eiginkonan Björk, sem fékk hugmyndina að Grímskertinu.
Á kertinu eru nóturn við lag Tschaikowsky, Träumerei, sem er eftirlætislag Gríms og fær hann til að lygna aftur augunum og láta sig dreyma. Blómin sem föðursystir Bjarkar, Kristín Hálfdánardóttir málaði, vísa öll í átt til sólar og taka þannig á móti lífsorkunni. Þau tákna fortíð, nútíð og framtíð. Orðin þrjú lýsa því hvernig Grími er innanbrjósts.
Grímskertið er þakklætisvottur til þeirra sem hafa veitt stuðning og vilja styrkja fjölskylduna með hlýjum hugsunum, orðum og gjörðum.
Styrktarsjóður Gríms til uppbyggingar líkama og sálar 0586-4-250722 kt:040669-3619
Kertið er framleitt af Kertasmiðjunni á Blesastöðum og er það fáanlegt hjá Björk og í Sjafnarblómum á Selfossi.
Fyrri greinJólasagnfræði í Húsinu
Næsta greinÓk inn í garð og á hús