Handverksfólk óskar eftir stuðningi

Samtök lista og handverksfólks í Ölfusi hafa sótt um styrk til sveitarfélagsins til þess að koma sér upp húsnæði og reka handverkshús í Þorlákshöfn allan ársins hring.

Beiðni handverksfólksins var tekin fyrir á fundi síðasta fundi bæjarstjórnar og þar var samþykkt samhljóða að boða fulltrúa samtakanna á fund bæjarráðs til að fara nánar yfir erindið og kostnaðaráætlun verksins.

Hróðmar Bjarnason lét bóka að hann styddi styrkveitinguna. „Nauðsynlegt er að miðstöð slíkrar starfsemi rísi í sveitarfélaginu. Ef vel tekst til gæti slík miðstöð orðið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn í framtíðinni,“ segir í bókun Hróðmars.

Fyrri greinSluppu ómeiddar úr bílveltu
Næsta greinFrekari eignasala framundan