Handverk og hádegismatur á Landvegamótum

„Það er alltaf töluvert að gera,“ segir Sigríður Bergsdóttir í söluskálanum á Landvegamótum. Sigríður tekur þar á móti ferðafólki í grillskálanum þar sem boðið er upp á heitan mat í hverju hádegi og súpu raunar allan daginn.

Þá er þar einnig talsvert af íslensku handverki, ekki síst prjónuðum peysum.

Og síðast en ekki síst fæst þar nýtt og ferskt grænmeti, beint frá bændum, nú síðast glænýjar gulrætur frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi.

Fyrri greinPryor til liðs við FSu
Næsta greinTilþrifalítið hjá Stokkseyringum