Handteknar fyrir stórfellt búðarhnupl

Þrjár konur voru handteknar skömmu eftir hádegi á föstudag vegna gruns um þjófnað í versluninni Galleri Ozone við Austurveg á Selfossi.

Konurnar höfðu verið á ferð í versluninni daginn áður og þá stolið fatnaði fyrir á annaðhundrað þúsund krónur. Með konunum voru tvö ung börn.

Í bifreið sem konurnar voru á fannst hluti af fatnaði sem tilheyrði versluninni og einnig fannst fatnaður á heimilum kvennanna á höfuðborgarsvæðinu.

Ein kvennanna játaði þjófnað en hinar neituðu. Þær eru á aldrinum 46, 19 og 17 ára.

Fyrri greinÞórsarar með pálmann í höndunum
Næsta greinKafarinn við góða heilsu