Handtekinn vegna líkamsárásar á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Selfossi í nótt. Einn var handtekinn vegna árásarinnar og vistaður í fangageymslu.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi, sem fyrst greindi frá málinu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og var vettvangurinn meðal annars skoðaður í dag. Ekki fengust upplýsingar um líðan þess sem varð fyrir árásinni eða hvort hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim sem var handtekinn.

Fyrri greinHamar elti allan tímann
Næsta greinGuðjón Bjarni fékk góða kosningu