Handtekinn vegna líkamsárásar á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Selfossi í nótt. Einn var handtekinn vegna árásarinnar og vistaður í fangageymslu.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi, sem fyrst greindi frá málinu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og var vettvangurinn meðal annars skoðaður í dag. Ekki fengust upplýsingar um líðan þess sem varð fyrir árásinni eða hvort hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim sem var handtekinn.