Handtekinn með hliðarspegil

Maður reyndi að brjóta sér leið inn í hús á Selfossi í síðustu viku. Tilkynning barst um þetta til lögreglu sem fór á staðinn og handtók manninn skammt frá húsinu.

Maðurinn hafði í fórum sínum hliðarspegil af bifreið sem stóð þar skammt frá. Við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði tekið hliðarspegil af annari bifreið til.

Hann viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa valdið tjóni á bifreiðunum en neitaði að hafa reynt að komast inn í húsið.

Fyrri greinFíkniefnapar stöðvað
Næsta greinMikill áhugi á rannsóknarskýrslunni