Handtekinn í Tungunum

Lögreglan á Selfossi handtók mann skammt frá Reykholti í Biskupstungum aðfaranótt laugardags. Maðurinn hafði stolið bifreið við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum.

Maðurinn hafði dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki en sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni. Á leið frá bústaðnum ók maðurinn á hlið og skemmdi bifreiðina töluvert.

Lögreglan fann manninn á göngu fyrir ofan Reykholt og fannst bifreiðin þar skammt frá. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu þar sem hann gekkst við stuldinum og tjóninu á bílnum og hliðinu.

Fyrri greinHeldur minni virkni í gosinu
Næsta greinÞjófurinn gripinn á leiðinni út