Handtekinn eftir minniháttar líkamsárás

Snemma á sunnudagsmorgun var óskað eftir aðstoð lögreglu í hús í Árnessýslu vegna minniháttar líkamsárásar.

Árásarmaðurinn var nokkuð ölvaður.

Hann var handtekinn og færður í fangageymslu en látinn laus eftir yfirheyrslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.