Handtekinn eftir ítrekaðan harðfiskþjófnað

Síðastliðnn fimmtudag var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun N1 á Selfossi. Þar hafði maður tekið harðfiskpoka en neitað að greiða fyrir.

Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu.

Sami maður var staðinn að því fyrir skömmu að stela harðfiski í annari verslun á Selfossi.

Hann hefur viðurkennt bæði brotin og verður ákærður fyrir gripdeild.

Fyrri greinVilja hlúa að og vernda náttúru Kerlingarfjalla
Næsta greinÍ sjálfheldu á Þríhyrningi