Handtekinn eftir húsbrot á Selfossi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags vaknaði íbúi á Selfossi við mannaferðir í íbúð sinni.

Sá flúði út en í ljós kom að viðkomandi hafði haft á brott með sér húsmuni sem fundust skammt frá vettvangi.

Húsráðandi gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum og fannst maður sem passaði við lýsinguna skömmu síðar nærri vettvangi. Hann var hann handtekinn og færður í fangageymslu á Selfossi.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að maðurinn hafi verið yfirheyrður daginn eftir en þá kannaðist þá ekki við meint brot.

Málið er í áframhaldandi rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinFékk ættingja í heimsókn í sóttkví
Næsta greinÞórsarar styrkja stöðu sína