Handtekinn eftir að hnefarnir töluðu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður gisti fangageymslur á Selfossi um helgina en hann var handtekinn eftir að hafa slegið annan mann, sem skarst á höfði við höggið.

Maðurinn hafði einnig brotið rúðu í útihurð íbúðarhúss sem var vettvangur málsins. Sá sem varð fyrir högginu var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna, þar sem gert var að sárum hans.

Árásarmaðurinn var yfirheyrður þegar áfengisvíman rann af honum og var hann frjáls ferða sinna að því loknu. Málið er áfram til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinGestirnir tóku af skarið í lokin
Næsta greinVésteinn þjálfari ársins í Svíþjóð