Handtekin eftir smygltilraun

Kona var handtekin á Litla-Hrauni í síðustu viku þar sem hún reyndi að smygla lyfjum til fanga í fangelsinu.

Konan hafði um 200 töflur af rítalíni og rívotríli innan klæða og hafði hún framvísað þeim til fangavarðar rétt áður en lögreglumenn komu á staðinn.

Fyrri greinEnginn kannaðist við að hafa ekið bílnum
Næsta greinBrotist inn í Heiðabyggð