Handleggsbrotnaði í mótorhjólaárekstri

Síðastliðinn föstudag lentu tvö mótorhjól erlendra ferðamanna í árekstri á Biskupstungnabraut norðan við Geysi. Ökumaður annars hjólsins var fluttur handleggsbrotinn á sjúkrahús.

Tildrög slysins eru talin vera þau að ökumaður rútu sem mætti hjólunum var að aka framúr reiðhjólamanni og til þess þurfti hann að fara yfir miðlínu vegar. Það varð til þess að ökumaður fremra mótorhjólsins hægði á sér og sá sem næstur kom í röð þriggja mótorhjóla náði ekki að bregðast við í tíma og ók aftan á félaga sinn og bæði hjólin enduðu utan vegar.

Mikil umferð er á þessum stað, bæði vélknúinna ökutækja og ferðamanna á reiðhjólum. Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar er sumardagsumferð á teljara við Myrkholt 1.300 bílar og mesta umferð um veginn á síðasta ári var 2.255 bílar þann 5. ágúst.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi tildrög umferðaróhapps á mótum Suðurlandsvegar og Grænumarkar í Hveragerði í síðustu viku megi rekja til veikinda annars ökumannsins. Þar varð mikið eignatjón en meiðsli reyndust minniháttar.
Á laugardag missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á bifreið sinni á Hellisheiði, lenti út fyrir veg og valt tvær til þrjár veltur. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg en bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt.
Fyrri greinGóð aðsókn að ML
Næsta greinFylgjast vel með umferð á „svartblettum“