Handleggsbrot í Húsadal og fótbrot í Galtalæk

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld konu sem handleggsbrotnaði þegar hún féll af hestbaki í Húsadal í Þórsmörk.

Konan var með hóp fólks í hestaferð þegar hún féll af baki. Læknir sem var í hópnum veitti konunni fyrstu hjálp. Ákveðið var að kalla út þyrluna í stað þess að flytja konuna kvalda yfir ár og vonda vegi til byggða.

Þyrlan var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld en konan var komin undir læknishendur í Reykjavík laust eftir klukkan átta.

Þá fótbrotnaði kona í Galtalækjarskógi í kvöld en hún slasaðist í leiktæki. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.