Handleggsbraut mann með strákústi

Ósætti ölvaðra manna leiddi til þess að annar sló hinn með strákústi eitt högg í höfuð og hönd aðfaranótt sl. laugardags á Selfossi.

Af högginu hlaust skurður á höfði sem þurfti að sauma og að auki brotnaði bein í framhandlegg.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun sá brotni hafa verið búinn að taka í sína vörslu tölvur og annan búnað þess sem sló.