Hamingjusamir bjóða fram í Mýrdalnum

H-listi hamingjusamra er einn þriggja valkosta Mýrdælinga fyrir komandi hreppsnefndarkosningar. Tryggvi Ástþórsson, öryrki, fer fyrir listanum.

Þrír listar eru í boði í Mýrdalnum og er enginn þeirra bundinn pólitískum flokkum. Hinir tveir eru B-listi framfarasinna og E-listi Einingar. Í síðustu kosningum buðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fram í hreppnum.

Af núverandi hreppsnefndarmönnum er Elín Einarsdóttir í 3. sæti á lista framfarasinna og Sif Hauksdóttir er í 3. sæti á lista Einingar. Karl Pálmason er í 7. sæti á B-listanum en Sveinn Pálsson, sveitarstjóri og Þórhildur Jónsdóttir, sem bæði sitja í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru ekki í framboði nú.

Listarnir í Mýrdalnum eru þannig skipaðir:

B-listi framfarasinna
1 Ingi Már Björnsson, bóndi Suður-Fossi
2 Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri í Vík
3 Elín Einarsdóttir, kennari í Sólheimahjáleigu
4 Þorgerður Hlín Gísladóttir, nemi í Vík
5 Ólafur St. Björnsson, bóndi í Reyni
6 Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir, kennari í Vík
7 Karl Pálmason, bóndi í Kerlingardal
8 Gylfi Júlíusson, járnsmiður í Vík
9 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, nemi í Vík
10 Andrína G. Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri í Sólheimakoti

E-listi Einingar
1 Einar Bárðarson, rafeindavirki í Vík
2 Eva Dögg Þorsteinsdóttir, þroskaþjálfi í Garðakoti
3 Sif Hauksdóttir, kennari og nemi í Vík
4 Sveinn Þórðarson, brúarsmiður í Vík
5 Sigríður Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur í Vík
6 Steinþór Vigfússon, hótelstjóri í Brekkum
7 Margrét Birgisdóttir, snyrtifræðingur í Vík
8 Anna Björnsdóttir, deildarstjóri í Vík
9 Rakel Pálmadóttir, nemi í Vík
10 Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti

H-listi hamingjusamra
1 Tryggvi Ástþórsson, öryrki í Vík
2 Hafdís Eggertsdóttir, félagsliði í Vík
3 Sigurður Magnússon, bóndi Suður-Hvoli
4 Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Vík
5 Kristján Þórðarson, smiður í Vík
6 Guðrún Hildur Kolbeins, ritstjórnarfulltrúi í Vík
7 Fríða Brá Pálsdóttir, nemi í Vík
8 Ólafur Ingi Þórarinsson, verkamaður í Vík
9 Sólveig Björnsdóttir, öryrki í Vík
10 Sigurður J. Jónsson, vélvirki í Vík

Fyrri greinÍbúafundur að Heimalandi í kvöld
Næsta greinVeisla í Vesturbænum