Hamingjan við völd í H verslun

Sandra Sif Magnúsdóttir , Dögg Ívarsdóttir, Birna Björnsdóttir, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Þuríður Hrund Hjartardóttir, og Ásdís Ragna Einarsdóttir. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

H verslun hefur nú opnað dyr sínar í Austurgarði við Larsenstræti 2 á Selfossi. Opnuninni var formlega fagnað síðastliðið fimmtudagskvöld.

Verslunin er í eigu Ósa, móðurfélags Icepharma, og er sú þriðja sem opnuð er undir merkjum H verslunar – en tvær eru fyrir í Reykjavík, annars vegar almenn íþróttaverslun og hins vegar sérhæfð boltaverslun á Bíldshöfða. Hönnun verslunarinnar á Selfossi var í höndum Sólveigar Guðmundsdóttur.

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu- og íþróttasviðs hjá Icepharma, segir opnunina marka mikilvægt og spennandi skref.

„Við höfum í nokkurn tíma leitað að hentugu rými fyrir H verslun á Selfossi og þegar þessi frábæra staðsetning bauðst, gripum við tækifærið. Sveitarfélagið og nágrenni þess eru meðal þeirra sem vaxa hvað hraðast á landinu og því afar áhugaverður markaður fyrir okkur. Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt verkefni og það hefur verið hreint stórkostlegt að fylgjast með þeim krafti og samhug sem starfsfólk, hönnuður og iðnaðarmenn hafa sýnt – allir hafa lagt sitt af mörkum og unnið sem ein heild að því að gera verslunina sem glæsilegasta,“ segir Þuríður.

Hér fyrir neðan eru myndir úr opnunarhófinu síðastliðið fimmtudagskvöld.

Ida Sofia og Tommi voru kát. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Birna og Karítas eru klárar í að taka á móti Selfyssingum með bros á vör í nýrri og glæsilegri H verslun í Austurgarði. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Með samstilltu átaki Birnu, Þuríðar og frábærs starfsfólks hefur nýja H verslunin tekið á sig glæsilega mynd. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Búbblur og bros! Andrea, Ásdís og Dögg skáluðu fyrir nýrri og glæsilegri verslun. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Tommi á Kaffi Krús sá um veitinganar, en hans fólk býður nú upp á nýja vöru sem heitir „Brot af því besta frá Selfossi“ Þar hafa nokkrir veitingastaðir – Tryggvaskáli, Samúelsson, Taco, Rösti, Mar Seafood og Kaffi Krús – komið ser saman og bjóða upp á það besta frá hverjum stað. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Andrea og Hildur Vala eru hluti af teyminu í H verslun – alltaf með bros á vör. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Hlynur Héðinsson sá um ljúfa tóna fyrir gesti. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Elísabet og Hrafney mættu galvaskar og auðvitað í NIKE til að taka nýju verslunina út. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Guðfinna, Helga, Berglind, Margrét og Silja eru hæstánægðar með H verslun. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Hanna Elísa og Aníta Ósk. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Alda og Eyþór, eigendur BOX 800, létu sig ekki vanta. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Helga var svo ánægð með Nike Zenvy Asymmetrical toppinn að hún ákvað að kaupa sér annan. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Andrea ásamt sólargeislanum sínum, Ingu Matthildi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Helga og Arnar Freyr kíktu á úrvalið í sundfatadeidinni. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Ófeigur og Axel voru í miklu stuði. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Anna Eiríks þjálfari og deildarstjóri hjá Hreyfingu og Björn eiginmaður hennar létu sig ekki vanta. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Jóhann Ingi Kristjánsson einn af eigendum ásamt konu sinni Ingu Rósu og Írisi Önnu. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Dagbjört og Þórunn. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Guðrún María og Berglind. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Tommi og Jói voru ánægðir með veitingarnar. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Berglind og Eva kíktu á úrvalið í nýju versluninni. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Ragna Júlía og Eva Lind. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Þuríður framkvæmdastjóri, Hörður forstjóri Ósa og Berglind Erna rekstrarstjóri. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Ríkharður Gunnar, Stefán Guðjónsson og Róbert Orri mættu. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Hildigunnur og Bylgja. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Fyrri greinFjölbreytt dagskrá á Bryggjuhátíðinni um helgina
Næsta greinGöngukona í sjálfheldu við Hrafntinnusker