Hamingjan við völd á skírnardaginn

Ljósmynd/Ívar Sæland

Löng hefð er fyrir skírn nýnema í Menntaskólanum að Laugarvatni, upp úr Laugarvatni á fyrstu vikum skólastarfs ár hvert. Á síðasta skólaári þurfti að seinka skírninni til vorannar vegna Covid-reglna en í ár var hægt að viðhalda hefðinni á hefðbundnum tíma og halda samt sóttvarnir.

Það voru því kátir ML-ingar sem héldu í gleðigöngu á dögunum og vígðu fyrsta árs nema inn í skólasamfélag Menntaskólans að Laugarvatni. Að vanda fylgdi Hvítbláinn, skólafáni ML hópnum. Hlýtt var í veðri þennan dag, en hellirigning þannig að nemendur urðu vel votir áður en í vatnið var farið.

Það má með sanni segja að hamingjan hafi verið við völd á Laugarvatni þegar nýnemarnir voru skírðir eins og sést í frábæru myndasafni Ívars Sæland sem skoða má hér.

Fyrri greinÍslandsmeistararnir úr leik í bikarnum
Næsta greinDregur úr rennsli við Sveinstind