Hamingjan flæðir yfir til nágrannanna

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Ljósmynd/Ölfus

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar landlæknir birti niðurstöður könnunar um hamingju Íslendinga að Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins.

Þar á eftir komu Akurnesingar, en íbúa Ölfuss var hvergi að sjá á listanum. Þessi niðurstaða rímar illa við markaðssetningu sveitarfélagsins Ölfuss sem hefur síðustu misseri auglýst bæði í ræðu og riti að hamingjan sé þar. 

Sunnlenska.is leitaði svara hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, og þá kom upp úr dúrnum að Ölfusingar hefðu ekki verið með í könnuninni og niðurstöðurnar væru eðlilegar í því ljósi.

Það er auðvelt fyrir aðra að vinna spretthlaup þegar sá besti tekur ekki þátt.  Ölfusið var ekki með í mælingunni um hamingjuna og því eðlilegt að nágrannar okkar mælist hamingjusamastir enda flæðir hún héðan frá okkur og yfir til þeirra,“ sagði Elliði léttur – og hamingjusamur – að vanda.

Fyrri grein„Alls ekki auðvelt verkefni“
Næsta greinEldur í sumarhúsi í Grafningi