Hamarshöllin boðin út

Tölvugerð mynd af nýrri Hamarshöll. Mynd/Alark arkitektar

Hveragerðisbær hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta áfanga nýrrar Hamarshallar, sem á að vera tilbúinn þann 19. mars á næsta ári.

Um er að ræða alútboð með hönnun og byggingu hússins á og utan um steyptan grunn gömlu hallarinnar sem eyðilagðist í óveðri í febrúar í fyrra.

Skilafrestur tilboða í útboðinu er fimmtudaginn 23. febrúar næstkomandi.

Fyrri greinÍ beinni: Morgunfundur um vetrarþjónustu
Næsta greinGrafa í sundur veginn til að verja brúarsmíðina