Hámarksútsvar hjá öllum nema GOGG

Grímsnes. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Öll sveitarfélögin á Suðurlandi leggja hámarksútsvar á íbúa sína á árinu 2023, 14,74 prósent, fyrir utan Grímsnes- og Grafningshrepp, en þar er útsvarsprósentan 12,66 prósent.

Útsvarsprósentan hækkar um 0,22% í öllum sveitarfélögunum í kjölfar þriðja samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk.

Samkomulagið felur í sér að hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga sem rennur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar vegna málefna fatlaðs fólks hækkar um 0,22 prósentustig og samhliða hækkar hámarksútsvar um sömu prósentu. Tekjuskattsprósentur lækka einnig um sömu prósentu í öllum skattþrepum og verður því engin breyting fyrir skattgreiðendur í þeim sveitarfélögum þar sem útsvar hækkar um 0,22 prósentustig milli ára.

Sextíu og fjögur sveitarfélög eru á landinu, í 51 sveitarfélagi er lagt á hámarksútsvar en tvö sveitarfélög, Fljótsdalshreppur og Skorradalshreppur, hafa útsvarshlutfall sitt í lögbundnu lágmarki, 12,44 prósent.

Á töflunni hér fyrir neðan má sjá breytinguna á milli ára, 2023 til vinstri og 2022 til hægri.

Fyrri greinSelfoss fékk HK í bikarnum
Næsta greinKomnir á staðinn fimm mínútum eftir útkall