Hamar tapaði lokaleiknum

Hamarsmenn töpuðu gegn úrvalsdeildarliði Vals í lokaumferð Lengjubikarsins í körfubolta í kvöld 105-90.

Valur leiddi allan leikinn en þeir komust í 12-5 í 1. leikhluta og leiddu 31-23 að honum loknum. Valur tók 11-3 leikkafla í upphafi 2. leikhluta og náði þar í þægilegt forskot, 46-31. Staðan var 58-44 í hálfleik.

Hamarsliðið beit meira frá sér í 3. leikhluta en munurinn varð minnstur 11 stig í lok leikhlutans, 82-71, og 9 stig í upphafi þess fjórða, 82-73. Nær komust Hvergerðingar ekki og Valsmenn unnu tiltölulega öruggan sigur.

Brandon Cotton var stigahæstur hjá Hamri með 39 stig, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 16 og Bjarni Rúnar Lárusson 11.

Fyrri greinÞór í úrslit Lengjubikarsins
Næsta greinVilja úttekt á starfinu á Sogni