Hamar fékk tíu milljónir úr mannvirkjasjóði

Íþróttafélagið Hamar fékk úthlutað tíu milljónum króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ á dögunum vegna byggingar Hamarshallarinnar í Hveragerði.

Stjórn knattspyrnusambandsins úthlutar úr sjóðnum en þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr honum. Alls var úthlutað til þrettán verkefna, samtals 82 milljónum króna.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Fyrri greinEkkert lát á fíkniefnaakstri
Næsta greinPáll Sveinsson: Hvers vegna golf?