Halli fékk einkastæði

Haraldi Rúnarssyni, starfsmanni Bónus á Selfossi, var heldur betur komið á óvart þegar nýja verslunin við Larsenstræti opnaði um síðustu helgi.

Halli fékk merkt einkastæði fyrir utan nýju verslunina en hann hjólar í vinnuna á hverjum degi.

Halli hefur unnið í Bónus undanfarin fimm ár og kann ákaflega vel við sig. Hann er mættur fyrstur manna á morgnana og er samviskusamur starfsmaður. Þess vegna var ákveðið að koma honum á óvart með einkastæðinu, sem hann var mjög ánægður með.

halli_2bonus111111ap_615821981.jpg