Hallgrímur vill 812 Ölfus

Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Ölfusi var samþykkt aðsend tillaga Hallgríms Óskarssonar, íbúa í dreifbýli Ölfuss, að leggja til við Póstnúmeranefnd að tekið verði upp póstnúmerið 812 Ölfus í dreifbýli sveitarfélagsins.

Bæjarstjórnin samþykkti með sex atkvæðum að taka undir beiðni Hallgríms og óska eftir póstnúmerinu. Framsóknarmaðurinn Páll Stefánsson sat hjá.