Hallgrímsstofa opnuð í Kaupfélagssafninu

Í síðustu viku var Hallgrímsstofa opnuð í Kaupfélagssafninu en það safn er staðsett í Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Það eru afkomendur Hallgríms Kristinssonar, fyrsta forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem hafa átt veg og vanda að stofunni og borið kostnað af.

Þar hefur Drífa Pálsdóttir verið aðal drifkrafturinn ásamt frænda sínum, Brynjólfi Ingvarssyni. Björn G. Björnsson, leikmynda- og sýningahönnuður, sá um hönnun og uppsetningu.

Fyrri greinLokað lengur en til stóð
Næsta greinSumarlegar kexkökur fyrir káta kroppa