Halldóra nýr oddviti Hrunamanna

Halldóra Hjörleifsdóttir tók við embætti oddvita sveitarstjórnar Hrunamannahrepps á fundi sveitarstjórnar þann 9. júní síðastliðinn.

Fyrir fundinum lá ósk Ragnars Magnússonar um að láta af störfum sem oddviti og sveitarstjórnarmaður, vegna búferlaflutninga, en Ragnar og fjölskylda eru að flytja á höfuðborgarsvæðið.

Sveitarstjórn þakkaði Ragnari fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, en hann hefur starfað að sveitarstjórnarmálum í hreppnum í fjórtán ár.

Unnsteinn Logi Eggertsson var kosinn varaoddviti og Kolbrún Haraldsdóttir tók sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn.

TENGDAR FRÉTTIR:
Ragnar oddviti bregður búi