Halldóra leiðir H-listann

Frambjóðendur H-listans í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ljósmynd/H-listinn

Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, er í efsta sæti H-listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí.

H-listinn vann stórsigur í kosningunum árið 2014, fékk um það bil 66% atkvæða og fjóra af fimm hreppsnefndarmönnum. Ragnar Magnússon leiddi listann þá en hann er nú fluttur úr sveitarfélaginu.

Sigurður Sigurjónsson og Kolbrún Haralsdóttir skipa 2. og 3. sæti listans en þau eru núverandi hreppsnefndarfulltrúar, ásamt Halldóru. Fjórði fulltrúi H-listans í sveitarstjórninni er Unnsteinn Eggertsson en hann skipar heiðurssætið, 10. sætið, að þessu sinni.

Eftirfarandi skipa H-listann:
1. Halldóra Hjörleifsdóttir
2. Sigurður Sigurjónsson
3. Kolbrún Haraldsdóttir
4. Aðalsteinn Þorgeirsson
5. Elsa Ingjaldsdóttir
6. Björgvin Ólafsson
7. Guðríður Eva Þórarinsdóttir
8. Daði Geir Samúelsson
9. Bogi Pétur Eiríksson
10. Unnsteinn Eggertsson

Fyrri greinDramatík í bikarnum hjá Selfossi og Hamri
Næsta greinKiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar