Halldóra Íris dúxaði í FSu

Síðastliðinn laugardag voru 116 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Selfyssingurinn Halldóra Íris Magnúsdóttir er dúx skólans á haustönn 2015.

Af nemendunum 116 voru 109 sem luku stúdentsprófi en 19 nemendur luku prófi af tveimur brautum. Fimmtíu nemendur luku námi af opinni fjölgreina stúdentsbraut, flestir af félagsgreinalínu, 25 talsins. Þetta var fyrsta brautskráningin af nýrri stúdentsbraut samkvæmt nýrri námsskrá.

Halldóra Íris hlaut viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu auk þess sem hún hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, stærðfræði og sérstaka viðurkenningu fyrir einstaka leiðtogahæfni, framsýni og frumkvöðlastarf og sterka aðkomu að félagslífi skólans.

Ellefu aðrir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, en þau eru:

Sunneva Eik Hjaltested hlaut viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu í latínu.

Fanney Sandra Albertsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ensku og spænsku.

Alexandra Ýr Bridde hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í rómönskum málum og einnig fyrir góðan árangur í þýsku.

Anna Guðrún Þórðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og dönsku.

Sverrir Heiðar Davíðsson hlaut viðurkenningu fyrir frammúrskarandi árangur í dönsku.

Katrín Georgsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í félagsgreinum.

Jakob Örn Guðnason hlaut viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og góðan árangur í stærðfræði.

Lena Björg Ríkharðsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og árangur í valáföngum í myndlist.

Hjörvar Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi á húsasmíðabraut.

Arnar Helgi Magnússon og Karen María Gestsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf að félagsmálum.

Fyrri greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2015
Næsta greinVerðlaun veitt í jólaskreytingasamkeppni