Halldóra formaður Bárunnar

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir var kosin formaður Bárunnar stéttarfélags á fjölmennum framhaldsaðalfundi í síðustu viku.

Halldóra sagði í samtali við sunnlenska.is að stefnan væri að opna félagið meira og virkja félagsmenn enn frekar. „Í góðærinu þá voru menn ekki mikið að spá í verkalýðsmálum en við sáum það að um leið og kreppti að þá jókst áhuginn á félaginu til muna. Það sýndi sig líka á aukaaðalfundinum þar sem voru mættir rúmlega sjötíu manns.“

Fráfarandi formaður Ragna Larsen gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Þá varð endurnýun í stjórn félagsins, þar sem tveir nýir menn taka sæti.

Í stjórn Bárunnar, auk Halldóru, eru varaformaðurinn Örn Bragi Tryggvason, og meðstjórnendurnir Loftur Guðmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jóhannes Kjartansson, Ragnhildur Egilsdóttir og Steingrímur Jónsson. Í varastjórn eru Óðinn K. Andersen, Ingvar Garðarsson og Kristbjörn Hjalti Tómasson.

Fyrri greinÖflug skógrækt í Sandvíkurhreppi
Næsta greinÍsólfur sveitarstjóri og Guðlaug oddviti