Halla ráðin leikskólastjóri

Halla Gunnarsdóttir, leikskóla- og sérkennari í Borgarási, hefur verið ráðin leikskólastjóri leikskólans Undralands á Flúðum frá og með næstu áramótum.

Ráðning hennar var samþykkt á síðasta fundi hreppsnefndar Hrunamannahrepps eftir álit fræðslunefndar og ráðgefandi álit Skólaskrifstofu Suðurlands á umsækjendum.

Hreppsnefndin bókaði þakkir til Eydísar Helgadóttur og Halldóru Halldórsdóttur fyrir góð störf sem leikskólastjórar síðustu ár og óskaði þeim velfarnaðar.

Halla útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2004 og lauk diplómanámi í sérkennslu við Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Hún hefur undanfarið starfað sem umsjónarkennari og sérkennari við Flúðaskóla.

Fyrri greinNýtt jólalag með Kiriyama Family
Næsta greinLjóðakvöld með lifandi tónlist á Krúsinni