Hálkuslys á Hvolsvelli

Tvö umferðaróhöpp urðu í mikilli hálku á Hvolsvelli í dag. Allir sluppu án meiðsla en eignatjón var talsvert.

Um klukkan hálf sex varð árekstur á gatnamótum Hlíðarvegar og Nýbýlavegar. Fólksbíl var þar ekið út á Hlíðarveg í veg fyrir sendibíl og skemmdust báðir töluvert. Engin slys urðu á fólki.

Rétt fyrir hádegi missti ökumaður stjórn á bíl sínum í hálku á Austurvegi og lenti á ljósastaur. Hann slapp einnig ómeiddur.

Að öðru leyti hefur verið rólegt í dag hjá lögreglunni á Hvolsvelli en fljúgandi hálka hefur verið í Rangárvallasýslu að sögn lögreglu.

Fyrri greinGrátlega nálægt sigri
Næsta greinVíkverjar drógu upp rútu