Hálkuslys á Heiðinni

Þrír voru fluttir undir læknishendur til skoðunar eftir að bíll rann í hálku út af Hellisheiði í nótt og valt eina veltu.

Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var færð slæm á heiðinni í nótt, krapi og hálka.

Meiðsl fólksins munu vera minniháttar.