Hálkan kom ökumönnum á óvart

Tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á Selfossi í síðustu viku en í flestum tilvikum kom hálka og snjókrapi ökumönnum í opna skjöldu.

Alvarlegasta slysið varð á Hellisheiði síðdegis í gær þegar bíll valt útaf veginum. Þar var á ferðinni kona með fjögur börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Allir sem í bílnum voru voru fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild í Fossvogi á Slysadeild Háskólasjúkrahúss í Fossvogi.

Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða utan að eitt barnanna, tíu ára drengur, slasaðist illa á hendi.

Fyrri greinTvö fíkniefnamál hjá Selfosslögreglu
Næsta greinMinnislaus eftir drykkjuleik