Hálka og skafrenningur á Heiðinni

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Svínahrauni og á Sandskeiði og fer veður versnandi.

Umferð hefur þó gengið bærilega fyrir sig en um klukkan sjö í kvöld fóru tveir bílar útaf í Kömbunum en komust óskemmdir upp á veg aftur. Umferð gengur hægt fyrir sig á Hellisheiði.

Þá rann strætisvagn á leið 51 útaf veginum efst á Sandskeiði. Ekki urðu slys á fólki og voru farþegar sóttir á öðrum bíl frá Reykjavík.