Hálka á sunnlenskum vegum

Hálkublettir og éljagangur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja og éljagangur á Lyngdalsheiði.

Hálkublettir eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi.

Með suðurströndinni er greiðfært að mestu en krapi og éljagangur í Öræfasveit og að Kirkjubæjarklaustri og hálkublettir í kringum Vík.