Hálka á Suðurlandsvegi

Mikil hálka hefur verið á Suðurlandsvegi á síðustu klukkustundum og hafa fimm umferðaróhöpp orðið í Svínahrauni síðustu tvær klukkustundir.

Ekki hafa þó orðið alvarleg slys á fólki, að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Lögreglan segir að vegfarendur virðist ekki átta sig á hálkunni. Vinnur Vegagerðin nú að því að bera salt og sand á veginn.