Hálf milljón safnaðist í kótelettusölu

Golfklúbburinn Tuddi safnaði alls 506.000 kr. á sölu á grilluðum kótelettum til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en styrktarsalan fór fram á grillhátíðinni Kótelettunni á Selfossi í júní.

Tuddarnir gáfu SKB 1.500 kótelettur ásamt því að standa vaktina á grillinu á hátíðinni. Gestir Kótelettunnar létu sitt ekki eftir liggja og voru duglegir að styrkja átakið og kaupa kótelettur. Söfnunarféð var afhent SKB nú í vikunni.

Á meðfylgjandi mynd eru Einar Björnsson fulltrúi Kótelettunnar, og Hjörtur Freyr Vigfússon, fulltrúi Golfklúbbssins Tudda, að afhenda Grétu Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóra SKB, söfnunarféð sem nam 506.000 krónum.

Fyrri greinGóð veiði í Ölfusá
Næsta greinLítið hlaup í Markarfljóti