Hálendisvaktin tilkynnti mannlausan bíl

Lögreglan í Landmannalaugum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Síðastliðinn föstudag hóf lögreglan á Suðurlandi að grennslast fyrir um leigutaka bílaleigubíls í Landmannalaugum.

Lögreglan fékk tilkynningu frá hálendisgæslu Landsbjargar um að bílnum hefði verið lagt í vegkanti við Landmannalaugar og staðið þar í að minnsta kosti tvo sólarhringa.

Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að ferðamaðurinn var kominn í Húsadal og það var í góðu lagi með hann, væntanlega eftir göngu um Laugaveginn.

Fyrri greinReddingakaffi kynnt á bókasafninu
Næsta greinFullur og fastur á Klaustri