Haldið upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar NLFÍ

Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. Ljósmynd/Aðsend

Næstkomandi laugardag, þann 16. ágúst á milli kl. 13 og 17, verður haldið upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

Boðið verður upp á tónlistaratriði í garðinum á milli kl. 14 og 14:45, Systurnar Sigga, Beta og Elín taka lagið, ávörp og góðir gestir líta við. Á svæðinu verður grænmetismarkaður, útileikur fyrir alla fjölskylduna, leirböðin verða opin og á milli kl. 14:30 og 16 verður Regína Birkis í minningarherbergi Jónasar. Veitingar í boði hússins, tómatsúpa og meðlæti.

Á milli kl. 13 og 14 verður opið hús og íbúðir til sýnis í Lindarbrún og kl. 16 verður „kvöldvaka“ í kapellunni, sögustund með Sigurði Skúlasyni og tónlist og samsöngur með Jóni Arngríms og Örnu Dal.

Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa í júlí árið 1955 en Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og bítandi og nú koma meira en 2.000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun.

Fyrri greinJón Daði með mark og stoðsendingu í fyrsta heimaleiknum
Næsta greinFyrstu trjánum plantað í afmælislund á Selsvelli