Haldið upp á Dag umhverfisins

Dagur umhverfisins er í dag og af því tilefni verður dagskrá í fuglafriðlandinu í Flóa kl. 14.

Undirritaður verður nýr samningur við Fuglaverndarfélag Íslands um umsjón og uppbyggingu í fuglafriðlandinu og fuglaskoðunarskýli Fuglaverndar verður formlega tekið í notkun.

Fuglavernd verður með leiðsögn og upplýsingar á staðnum.

Þá mun umhverfis- og skipulagsnefnd veita fyrirtæki úr Árborg umhverfisverðlaun fyrir árið 2010.