Haldið upp á 70 ára afmæli Hersis

Um þessar mundir fagnar Hersir, Félag ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu, 70 ára afmæli félagsins, en félagið var stofnað 2. nóvember 1947.

Af því tilefni býður stjórn félagsins til afmælisveislu sem haldin verður í Karlakórsheimilinu við Eyrarveg 67 á Selfossi, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17-19. Boðið verður upp á léttvín, bjór og léttar veitingar.

Núverandi og fyrrverandi félagsmenn, Sjálfstæðismenn og aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinBikardraumurinn úti hjá Mílunni
Næsta greinVegleg gjöf í Sjóðinn góða