Hál aska á Suðurlandsvegi

Vegfarendur um Suðurlandsveg eru beðnir um að sýna fyllstu aðgát í nánd við gosstöðvarnar, þar sem blaut aska getur verið á veginum og getur þá orðið mjög hált.

Auk þess hefur aðeins verið gerð bráðabirgðaviðgerð á veginum og getur það skapað hættu.

Spáð er austan- og norðaustanátt í dag og áframhaldandi rigningu á Suðurlandi.
Gosmökkinn leggur því í vestur og suðvestur af eldstöðinni. Aska er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli í dag og gætir aðeins á Hellu.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sáust ekki merki þess í gær að gosinu væri að ljúka. Engin merki eru um breytingar undir Kötlu.

Fyrri greinPétur ráðinn til BÁ
Næsta greinVill gamla slökkvibílinn á götuna