Hagur í að sameina sorpsamlög

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru að mestu jákvæðir gagnvart sameiningu Sorpstöðvar Suðurlands við Sorpu BS á höfuðborgarsvæðinu.

Beðið er afstöðu sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til málsins en eftir því sem heimildir segja eru ákveðnar líkur á að sameining verði ofan á, og að líkindum með þátttöku sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Tilgangurinn með sameiningu er að ná hagræðingu í urðunarmálum auk þess sem líftími sorpurðunarsvæðisins í Álfsnesi á Kjalarnesi styttist. Því þurfa ekki bara Sunnlendingar að verða sér úti um framtíðar urðunarsvæði heldur stærstur hluti sveitarfélaga á Suðvesturhorni landsins.

Litið er til þess að byggja upp fullkomið urðunarsvæði í Neslandi vestan Þorlákshafnar en uppbygging slíks svæðis kallar á fjárfestingu upp á um 6-700 milljónir króna. Sem stendur er sorpmagn ekki talið standa undir slíkri fjárfestingu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSr. Óskar afhenti Hlyni Geir bikarinn
Næsta greinFundað um framtíðarhlutverk